Skilmálar
Skilmálann staðfestir kaupandi með staðfestingu á kaupum.
Seljandi er Krisp ehf., kt. 520618-0740 Vsk.nr. 131786, Eyravegur 8, 800 Selfoss. Kaupandi er sá aðili sem skráður er kaupandi á reikningi.
Skilmálar þessir gilda um viðskipti seljanda og kaupanda svo og um notkun á vefversluninni, krisp.is. Skilmálarnir skilgreina réttindi og skyldur seljanda annarsvegar og kaupanda hinsvegar. Til þess að tryggja rétt bæði kaupanda sem og seljanda höfum við að leiðarljósi lög um réttindi, persónuvernd og rafræn viðskipti (lög nr. 77/2000, nr. 30/2002 og nr. 48/2003).
Almennt
Allar upplýsingar á vefnum eru með fyrirvara um prentvillur, verðbreytingar og birgðastöðu. Ef fram kemur fleiri en ein vara á mynd telst söluvara sú sem fram kemur í vöruheiti eða lýsingu. Krisp áskilur sér rétt til að aflýsa í heild eða að hluta til pöntun kaupanda ef varan er uppseld.
Verð
Öll verð í netversluninni geta breyst án fyrirvara. Það verð gildir sem kemur á pöntunarstaðfestingu kaupanda hverju sinni. Heildarkostnaður við kaup á vöru er tekinn fram áður en kaupandi staðfestir pöntun. Hann inniheldur allan kostnað við pöntun s.s. þjónustu, sendingargjad og fl. Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.
Pöntun vöru
Þegar kaupandi hefur staðfest pöntun á vefsvæði krisp.is telst hún bindandi milli aðila. Hafi orðið mistök við pöntun skal kaupandi hafa samband eins fljótt og auðið er í síma 482-4099
Greiðsla
Mögulegt er að greiða fyrir vörukaup með kortum (Mastercard og Visa). Greiðslan fer fram í gegnum örugga afgreiðslu Borgun ehf. Ef greiðsla berst ekki, áskilur seljandi sér rétt til að aflýsa pöntuninni.
Varan er eign seljanda þar til kaupverð er að fullu greitt.
Afhending vöru
Hægt er að sækja vörur í húsnæði okkar að Eyravegi 8 eða fá þær sendar heim. Sé vara sótt, fær kaupandi skilaboð í síma þar sem tilgreindur er áætlaður afhendingatími. Sé um heimsendingu að ræða fær kaupandi skilaboð þegar pöntun er móttekin og aftur þegar hún leggur afstað frá Krisp. Starfsfólk Krisp sér um að koma vöru til skila þegar um heimsenda vöru er að ræða. Ef keyptar eru vörur fyrir meira en 5.000kr er hægt að fá pöntunina senda heim að kostnaðarlausu. Nái pöntun ekki þeirri lágmarksupphæð leggst sendingarkostnaður, að upphæð 1.500 kr, ofan á upphæðina sem pantað er fyrir.
Mistök
Ef vara uppfyllir ekki kröfur kaupanda, eða eitthvað vantar í pöntun, er seljanda skylt að bjóða kaupanda nýja vöru, afslátt eða endurgreiðslu. Tilkynning á galla verður að berast munnlega eða skriflega innan klukkustundar frá afhendingu. Seljandi áskilur sér rétt til að sannreyna að varan sé gölluð, þó innan eðlilegra tímamarka.
Trúnaður
Kaupandi skuldbindur sig til að gefa réttar upplýsingar við kaupin, svo sem heimilisfang og netfang. Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
Lög og varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Suðurlands.
Upplýsingar um seljanda
Nafn: Krisp ehf
Heimilisfang: Eyravegur 8, 800 Selfoss
Sími: 482-4099
Netfang: [email protected]
Kennitala: 520618-0740
Vsk. númer. 131786
Félagið er skráð hjá fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra.
Skilmálar Krisp um notkun á vafrakökum („cookies“)
1. Hvað eru vafrakökur?
Vafrakökur eru agnarsmáar textaskrár sem eru geymdir í vafraranum þínum. Vafrakökur eru notaðar í margvíslegum tilgangi, þar á meðal til þess að bæta virkni vefsíðna, til greiningar á notkun vefsíðna og til að beina auglýsingum til ákveðinna hópa eða einstaklinga. Vafrakökur geta innihaldið texta, númer eða upplýsingar eins og dagsetningar, en þar eru engar persónuupplýsingar um notendur geymdar.
2. Notkun Krisps kökum
Með því að samþykkja skilmála Krisp um notkun á vafrakökum er Krisp m.a. veitt heimild til þess að:
bera kennsl á notendur sem hafa komið áður á vefinn og sníða leit og þjónustu við gestina til samræmis við auðkenninguna,
að gera notendum auðveldara að vafra um vefsvæðið, til dæmis með því að muna eftir fyrri aðgerðum,
að þróa og bæta þjónustu vefsvæðisins með því að fá innsýn í notkun hennar,
að birta notendum auglýsingar
Krisp notar einnig þjónustur frá þriðja aðila til að greina umferð um vefinn, mæla virkni auglýsinga og til að birta gestum sérsniðnar auglýsingar. Til dæmis má nefna Google Analytics frá Google og Facebook Pixel frá Facebook. Analytics og Pixel safna upplýsingum nafnlaust og gefa skýrslur um þróun á vefsvæðum án þess að greint sé frá stökum notendum eða persónuupplýsingum. Google Analytics og Facebook Pixels notar sínar eigin kökur til að fylgjast með samskiptum gesta við vefsvæði. Á grundvelli þess áskilur Krisp sér rétt til að birta notendum auglýsingar í gegnum endurmarkaðssetningarkerfi þessara þriðju aðila.
3. Geymslutími
Kökur frá Krisp eru geymdar í allt að 24 mánuði frá því að notandi heimsækir vefsvæði Krisp.
4. Slökkva á notkun á kökum
Notendur geta og er ávallt heimilt að stilla vafrann sinn þannig að notkun á kökum er hætt, þannig að þær vistast ekki eða vefvafrinn biður um leyfi notenda fyrst. Slíkar breytingar geta dregið úr aðgengi að tilteknum síðum á vefsvæðinu eða vefsvæðinu í heild sinni og getur haft neikvæð áhrif á heildarvirkni.
Leiðbeiningar um hvernig megi slökkva á kökum eða breyta stillingum um vafrakökur má finna á vefsíðu þíns vafra eða www.allaboutcookies.org.
5. Meðferð Krisp á persónuupplýsingum
Persónuupplýsingar sem kunna að að verða til við notkun á vafrakökum verða meðhöndlaðar og unnið með þær í samræmi við ákvæði laga nr. 77/2000 um persónuververnd og meðferð persónuupplýsinga. Nafn fyrirtækis lýsir því yfir að ekki verði unnið með slíkar upplýsingar í öðrum tilgangi en að ofan greinir nema með yfirlýstu samþykki og þá verða upplýsingarnar ekki varðveittar lengur en þörf krefur miðað við tilgang vinnslu.
Persónuupplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila nema lög kveði á um annað.